Sigmundur Páll Freysteinsson og Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson í LHÍ.
Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands, fer fram á morgun, þriðjudaginn
30. apríl kl. 19:00 í Flóa, Hörpu.
Útskriftarnemar eru
Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson, Julie Mølgaard Jensen, Kristín Áskelsdóttir, Sigmundur Páll Freysteinsson, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Þórunn Sunneva Elfarsdóttir.
Útskriftarverkefni er einstaklingsverkefni undir handleiðslu leiðbeinenda þar sem nemendur þróa með sér persónulega afstöðu gagnvart því viðfangsefni sem þeir vinna með í námskeiðinu.
Katrín María Káradóttir, fagstjóri í fatahönnun segir fatahönnun
fjallar um manninn og samband hans við fatnað, textíl, umhverfi og samfélög, í stóru samhengi og smáu. Fagið byggir á grunni hefða en er í eðli sínu samofið líðandi stund og hugmyndum okkar um framtíðina og lýsa verkefni nemenda til BA gráðu
persónulegri, listrænni og jafnvel pólitískri afstöðu.
Hér eru dæmi um tvær sýningar sem verða til sýnis á tískupallinum annað kvöld:
Verkefni Sigmundar Páls Freysteinssonar ber titilinn Í sjálfu sér
„Verkefnið fjallar um sjálfsmyndina og það sem mótar okkur. Við lifum á tímum þar sem að sjálfsmynd ungra manna er að breytast og við getum verið hvað sem er og hver sem er. Áhrifin koma úr ýmsum áttum og allt hefur áhrif hvað á annað. Í verkefninu er vísað í þekktar fyrirmyndir ungra manna og þær settar í samhengi við nýjar hugmyndir um karlmennskuna í dag.“
Verkefni Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson fjallar um hraðann í nútímasamfélagi og hvernig afslöppun og heilagar stundir verða að skipulögðum verkefnum:
Samfélagsbrunnur
Að flýta sér er gott. Manni líður eins og maður sé duglegur.
Það er að svo mörgu að huga og það dugar ekkert nema að vera með vel skipulagða dagskrá til að nýta tímann sem best. Það virðist í það minnsta vera eitthvað sem samfélagið er sammála um að sé besta leiðin. Flæði tímans og vatnsins verða að leik og heilagar stundir verða að skipulögðum verkefnum. Dregur það úr tilgangnum? Hefur aldur áhrif á það hvernig við forgangsröðum?
Hér má finna viðburðinn á Facebook.