2.5.2019

Útskriftarsýning myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans opnar á Kjarvalsstöðum



Frá útskriftarsýningunni í fyrra.

Laugardaginn 4. maí næst komandi klukkan 15:00 opnar BA Útskriftarsýning myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Þetta hefur aldrei sést áður á Kjarvalsstöðum. 

Á sýningunni sýna útskriftarnemendur í myndlist, vöruhönnun, fatahönnun, grafískri hönnun og arkitektúr verk sín.
 Sýningin sem stendur stendur til 12. maí  verður uppfull af fjölbreyttum og áhugaverðum verkum upprennandi listamanna, hönnuða og hugsuða. Aðgangur á sýninguna er öllum opinn og ókeypis.
 
Sýningarstjórar sýningarinnar eru Birta Fróðadóttir og Hildigunnur Birgisdóttir en þær segja viðfangsefni útskriftarsýningar LHÍ í ár gífurlega víðfeðm. Þar má m.a. finna verk sem fjalla um „hegðunarmynstur katta, Sigmund Davíð í paradís, tyggjóklessur, súrsun, súrnun sjávar, yfirgefin hús, bjór, unga og efnilega fjárfestar, veðrið, brjálaða kona, Mjallhvít í kröppum dansi, nótnaskrift, stálslegna fornmuni, fuglsfjaðrir, sjálfsbjargarviðleitni, melgresi, garður ömmu þinnar,“ og spyrja í framhaldi, þú hefur mögulega séð þetta áður?
„Athyglisverður áhorfandi, tákn með tali, tálkvendi, líkvökur í Litháen, rafmagn, lakkrís og/eða rafmagnssnúrur, jafnvægi, tilbúinn hrákadallur, þinn eigin töfraljómi, eftirstríðsár Póllands, H&M plastpoki, loftræstikerfi, rennandi blautur sófi, afsal karlmennskunnar, mælieiningar, jarðbundinn leir, hákarlamaður, á leið til úrsmiðs.“


Frá útskriftarsýningunni í fyrra.
 
Meðal útskriftarnema er Íris Indriðadóttir nemandi í vöruhönnun, verkefni hennar „Í tygjum við tyggjó“ skoðar tyggigúmmíið sem við þekkjum öll. Tyggigúmmí er hversdagsleg neysluvara sem víða má nálgast. Þessi smáa vara þykir sjálfsagður hlutur í samfélaginu en innihald hennar er flestum hulið. Tyggjó inniheldur rúmlega 30.000 mismunandi efni og uppistaða þess eru plastefni.Við tyggjum tyggjó í nokkrar mínútur en að baki liggur langt framleiðsluferli og eftir neyslu okkar bíður þess enn lengra framhaldslíf sem óhreinindi eða rusl. Samtals tyggjum við mannfólkið um hundrað þúsund tonn af tyggjói á ári. En hvar er allt tyggjóið sem tuggið hefur verið og hvar á það að vera? Í tyggjóverkefninu leitar Íris að hinum rétta lokastað fyrir þessa skrýtnu og skemmtilegu vöru eftir neyslu.

Frá verki Írisar sem verður til sýnis á Kjarvalsstöðum.

Á meðan sýningunni stendur verður boðið upp á sýningastjóraspjall við báða sýningastjóra, viðburði sem tengjast útskriftaverkefnum nemenda og lokun þar sem nemendur verða á staðnum til að tala um verk sín. Á heimasíðu Listaháskólans hér er hægt að fræðast betur um þær tímasetningar.















yfirlit