Frá opnunarhófinu í Hafnarhúsinu. Mynd. Rut Sigurðardóttir
Þá er enn einum frábærum
HönnunarMars lokið og
fjöldi manns sem hefur verið að drekka í sig hönnun alla vikuna á
sýningarflakki um borg og bæ. Við þökkum kærlega fyrir frábærar viðtökur
og vel heppnaða hátíð.
Ef þú misstir af einhverjum sýningum um helgina
þá skaltu ekki örvænta því sumir eru með framlengdan
opnunartíma:
Þær Elín Hrund og Sonja í Nordic Angan. Mynd. Eyþór Árnason
Ilmsturtan í Fischer verður opin og hönnuðir verða
viðstaddir þriðjudaginn 2. apríl frá 15:00-17:00, fimmtudaginn 4. apríl
frá 12:00-14:00 og laugardaginn 6. apríl frá 14-16.
Frá opnun Fólk Reykjavík. Mynd. Lilja Jóns
Fólk Reykjavík ætlar að hafa opið í sýningarrýminu sínu í gömlu rakarastofunni á Klapparstíg 29 út þessa viku.
Studíó Portland á Baldursgötu 36 er einnig með opið til og með föstudagsins 5 apríl frá 13-17.
Now Nordic sýningin
í Hafnarhúsinu verður opin til 26.maí.
Í Hafnarborg verða sýningarnar
Fyrirvari og
Teikningar/skissur í leir og textíl opnar til 26.maí.
Á
Hönnunarsafni Íslands verður sýningin
Urban Shapes opin til 8.september og
Veðurvinnustofa Shu Yi til 2 júní.
Í
Norræna húsinu verður hægt að berja stólasýninguna
Sustainable Chairs eða Sjálfbærir stólar út vikuna.
Verslunin
Akkúrat ætlar einnig að leyfa samsýningu íslenskra hönnuða að vera áfram eitthvað næstu daga.
Takk fyrir og sjáumst svo hress að ári!