20.9.2017

Tískusýning | Geysir frumsýnir haust- og vetrarlínu 2017



Föstudaginn 22. september frumsýnir Geysir haust- og vetrarlínu sína, Skugga-Sveinn, í Héðinshúsinu við Seljaveg 2 í 101 Reykjavík.
 
Salurinn opnar kl. 20:00 og sýningin hefst kl 20:30.
 
DJ Margeir sér um tónlistina og léttar veigar verða í boði.
 
Fyrstu 150 gestirnir sem mæta á svæðið fá veglega gjafapoka með ýmsum glaðningum frá Geysi, MAC, Davines, Omnom, Súpubarnum, Sjávarsmiðjunni, Íslenskri Hollustu og Saltverk.
 
Erna Einarsdóttir er yfirhönnuður Geysis. Hún nam við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam og Central Saint Martins í London.

Skugga-Sveinn er fjórða lína Ernu fyrir Geysi. Fatnaðurinn er innblásinn af íslensku konunni og hennar hversdagslífi í borginni, með sterkum vísunum í íslenskan lista- og menningarheim.


Erna Einarsdóttir, fatahönnuður.
 
Haustherferðin sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í leiktjöld sem máluð voru af Sigurði málara Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862.

Sigurður málari var áhrifamikill listamaður en einnig mætti kalla hann fyrsta íslensku fatahönnuðinn í nútímamerkingu þess orðs en Sigurður skapaði nýjan íslenskan þjóðbúning kvenna á 19. öld sem íslenska fjallkonan hefur skartað alla tíð síðan
 
Vörurnar úr línunni koma í verslanir Geysis daginn eftir sýningu, laugardaginn 23. September.


 
















yfirlit