17.8.2017

Tískusýning á ODDSSON á Menningarnótt



Arnar Már Jónsson, fatahönnuður, sýnir útskriftarlínu sína frá Royal College of Art í fyrsta sinn á Íslandi kl. 20 á Menningarnótt.

Útskriftar línan hans hefur verið að vekja mikla athygli og meðal annars fengið umfjöllun í Vogue, ID og á fleiri miðlum.

Arnar býr í Bretlandi og hefur lifið og þrifist í tískuheiminum í London í mörg ár. Hann kláraði áður nám í Listaháskóla Íslands og Central Saint Martins, hefur starfað með spennandi hönnuðum og var nýlega nefndur sem einn af þeim hönnuðum sem allir ættu að fylgjast með úti.

Viðburðurinn fer fram á ODDSSON, þar sem Arnar mun smíða veröld sem umlykur hönnun hans og gestirnir ganga inní - upplifunin verður því mögnuð og ODDSSON mun iða af lífi, tónlist og fjöri á Menningarnótt.

Viðburður á facebook
















yfirlit