Laugardaginn 6. maí kl. 14:00 opnar útskriftarsýning meistaranema í myndlist og hönnun við Listaháskóli Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi. Alþjóðlegt meistaranám í myndlist og hönnun hófst í Listaháskóla Íslands haustið 2012 og er þetta fjórði árgangur meistaranema sem sýnir útskriftarverkefni sín í Gerðarsafni.
Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem fimm hönnuðir og fimm myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum undir leiðsögn framúrskarandi hönnuða og myndlistarmanna. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun sem nýtist við framsækin verkefni á sviðum hönnunar og myndlistar á Íslandi.
Í MA námi í myndlist er nemendum skapaður vettvangur til að dýpka og auka þekkingu sína á sviði samtímamyndlistar, styrkja persónulega sýn og tengja listsköpun sína við fræðilegar forsendur fagsins. Í MA námi í hönnun er sjónum beint að aðkallandi viðfangsefnum í samtímanum og nemendur hvattir til að beita ímyndunarafli, innsæi, gagnrýnni og greinandi hugsun til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og þær samfélagsbreytingar sem við okkur blasa.
Leiðsagnir um sýninguna verða 14. maí og 21. maí kl. 15:00.
Útskriftarnemendur í MA Hönnun
Angela Edwiges Salcedo Miranda
Lisa Gaugl
Maria Enriqueta Saenz Parada
Sölvi Kristjánsson
Þorbjörg Valdimarsdóttir
Útskriftarnemendur í MA Myndlist
Ásgrímur Þórhallsson
Florence So Yue Lam
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Maria Helene Van Veen Aas
Myrra Leifsdóttir
Viðburður á Facebook