3.5.2017

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ



Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fer fram í Norðurljósasal Hörpu 3. maí kl. 18:30. Á sýningunni kynna nemendur útskriftarverkefni sín eftir þriggja ára nám við skólann.

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun er hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands, þar sem 89 útskriftarnemar koma fram. Verk þeirra verða síðar til sýnis á útskriftarsýningu, BA nema í hönnun og myndlist, í Hafnarhúsinu sem opnar þann 13. maí.

Útskriftarnemendur vor 2017

Bergur Guðnason
Darren Mark Donguiz Trinidad
Guðjón Andri Þorvarðsson
Hanna Margrét Arnardóttir
Kristín Karlsdóttir
Magna Rún Rúnarsdóttir
María Árnadóttir
María Nielsen
Signý Gunnarsdóttir
Þóra Ásgeirsdóttir

Viðburður á Facebook















yfirlit