6.4.2017

Sýningaropnun | Fact Based Myth í Hönnunarmiðstöð



Föstudaginn 7. apríl kl.17:00 opnar sýningin Fact Based Myth, í Hönnunarmiðstöð Íslands, Aðalstræti 2.

Sýningin er samstarfsverkefni á milli Studio Hanna Whitehead (IS) og sjónlistamannsins Miu Melvær (NO), þar sem þær rannsaka ómeðvitaða hlutdrægni, hvernig við sjáum hlutina út frá okkar sjónarhornum, eftirmyndir og efa. Með því að líta á okkar skynjun af efnislegum hlutum útfrá fyrirfram greindum stöðlum til persónulegra stærða á hendi blandar verkefnið saman staðreyndum við tilbúning þar sem hlutir koma fram í gervi.


 

Nánar um verkefnið

Ómeðvituð hlutdrægni er áhugavert fyrirbæri sem stýrir hegðun þinni og annarra. Þar sem hún er ómeðvituð tökum við að öllum líkindum ekki eftir því í okkar daglega lífi. Sýningin er innblásinn af tilraunum tengdum hlutdrægni. Við viljum spila með undirmeðvitundina tengda hlutdrægninni, þessa sem telur okkur vita hluti. Hún getur haft áhrif á hegðun og okkar nánast umhverfi:

Árið 1963 gerðu Dr Rosenthal og Fode tilraun með hlutdrægni. Hún lýsti sér í stuttu máli á þann veg að nemendur þeirra fengu í sinn hlut tilraunarottur til að leysa verkefni. Verkefnið var að láta þær fara í gegnum völundarhús. Helmingur nemenda fékk rottur til að fylgjast með sem áttu að vera mjög lélegar í að rata en hinir þvert á móti rottur sem áttu að vera einstaklega góðar í því.  Þetta voru þó allt sömu venjulegur rannsóknarstofurotturnar. Nagdýrin sem nemendur töldu vera betri í völundarhúsinu reyndust standa sig helmingi betur en hinar.

Þetta sýnir hvað mikill kraftur getur í raun leynst í hlutdrægni. Það er þó nokkuð ljóst að þó að hér líti út fyrir að vera einhverskonar galdrar á ferð. Þá er talið að líkamstjáning nemenda hafi haft þessi áhrif á dýrin. Það er þekkt að líkamsbeiting hafi áhrif á dýr. Líkaminn getur því að vissu leyti sent út frá sér boð um hvað hann er að hugsa. Það er áhugavert að hugsa hvernig okkar daglega líkamsbeiting hefur áhrif á allan okkar heim í daglegu lífi.


Viðburður á Facebook















yfirlit