Tískusýning annars árs nema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Rauða kross Íslands fer fram fimmtudaginn 16. mars kl. 19:00 í Hörpu.
Í kynningu segir:
„Rannsakaðar eru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni. Verði engu breytt, mun núverandi neyslumenning, sér í lagi framleiðslukerfi textíliðnaðarins, verða manninum að falli.“
Nánar
hér.
Þetta er í annað sinn sem að 2. árs nemar í fatahönnun við Listaháskóli Íslands vinna í samstarfi við Rauða kross Íslands, en á sýningunni er vakin athygli á því hvernig fatakaup eiga sér stað, hvað hefur
raunverulegt gildi og hvað ekki. Möguleikar sköpunar og þekkingar eru
skoðaðir í samhengi við endurvinnslu. Nemendur unnu aðeins með notuð föt
og afganga við sköpun sína, ekkert nýtt var keypt.
Verkefnið Misbrigði II er tvíþætt, fyrri hlutinn er sýndur á hefðbundinni tískusýningu þann 16. Mars en hinn seinni sem sýndur verður á
HönnunarMars þar sem gestum gefst kostur á að skoða verk nemenda, kynna sér vinnuferlið og þann hvata sem lá að baki verkefninu.
Viðburður á facebook