14.8.2016

Sýning | Tilraun - leir og fleira í Hafnaborg



Föstudaginn 26. ágúst opnar sýningin Tilraun - leir og fleira í Hafnarborg kl. 20:00. Á sýningunni má sjá 12 verk unnin af fjölbreyttum hópi sjónlistamanna sem koma af vettvangi myndlistar, hönnunar og keramiks.

Allir þátttakendur eiga það sameiginlegt að vinna með leir en það sem aðgreinir verkin er að þau eru unnin út frá mismunandi þemum og af ólíkum starfstéttum innan sjónlista.

Sýningarstjórn er í höndum hönnunartvíeykisins TOS sem skipað er þeim Hildi Steinþórsdóttur arkitekt og Rúnu Thors vöruhönnuði.

Hugmynd þeirra Hildar og Rúnu að sýningunni varð hlutskörpust af innsendum tillögum um hina árlegu haustsýningu Hafnarborgar. Sjá nánar hér.

Í kynningu segir:

„Sýningin er samtal sjónmenningar við keramik þar sem keramikið fær að njóta sín í fjölbreyttum birtingarmyndum með tilvísunum í ólíka heima hefðar, iðnaðar, listar, nytjalistar og hönnunar. Sum verkanna á sýningunni eru fullgerð verk á meðan önnur sýna skipulagða rannsókn, vinnuaðferð eða hefð. Þessi sýning er fyrst og fremst innlegg í umræðu og spyr opinna spurninga um hlutverk keramiks í dag.“

Sýnendur eru iðnhönnuðir, vöruhönnuðir, myndlistarmenn, keramikerar, leirkerasmiðir, innanhússarkitekt, keramikhönnuður og viðskiptafræðingur:

Aldís Bára Einarsdóttir
Anna Hallin
Bjarnheiður Jóhannsdóttir
Brynjar Sigurðarson
Búi Bjarmar Aðalsteinsson
Erna Elínbjörg Skúladóttir
Hanna Dís Whitehead
Hildigunnur Birgisdóttir
Daniel Durnin
Garðar Eyjólfsson
Gunnhildur Helgadóttir
Olga Bergmann
Páll Einarsson
Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir
Sigga Heimis
Sigrún Jóna Norðdahl
Sigurður Guðmundsson,
Sigurður Hauksson
Sigurlína Margrét Osuala
Theodóra Alfreðsdóttir
Veronika Sedlmair

Sýningin stendur til 23.október.















yfirlit