12.5.2016

Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík



Árleg vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð fimmtudaginn 12. maí í húsnæði skólans á 2. og 3. hæð í JL-húsinu, Hringbraut 121.

Verkin á sýningunni eru eftir þá tæplega 120 nemendur sem stunda samfellt nám á framhalds- og háskólastigi í fimm dagskóladeildum skólans, listnámsdeild, sjónlistadeild, keramikdeild, teiknideild og textíldeild. Sýningin er opin frá 13. - 17. maí milli kl. 13:00 og 18:00.

Nánar hér.
















yfirlit