12.1.2016

Sýning | Ísland er svo keramískt




Hönnunarsafn Íslands efnir til yfirlitssýningar á leirlist Steinunnar Marteinsdóttur. Sýningin opnar laugardaginn 9. janúar og mun standa til 28. febrúar.

Í kynningu segir:

Steinunn Marteinsdóttir er einstakur leirlistamaður í íslenskri hönnunar- og listasögu. Hún hefur á 55 ára ferli skapað afar persónulegan stíl með verkum sínum sem hún hefur mótað og unnið með krefjandi hætti.

Steinunn hefur aldrei numið staðar í sinni vinnu. Afköstin hafa verið mikil og sköpunarþátturinn oft á tíðum dirfskufullur.“

Ísland er svo keramískt var svar Steinunnar við spurningu blaðamanns fyrir nokkrum áratugum. Sú staðreynd hefur lítið breyst og við erum reglulega minnt á þá ólgu og krafta sem undir okkur krauma.

Verk Steinunnar í sínum fjölbreytileika þarfnast varla sérstakra skýringa með orðum. Þau standa sterk og óstudd og eru til vitnis um glæsilegt lífsstarf leirlistamanns sem spannar allt litrófið í sínu fagi og hefur leitað leiða til að fara í nýjar áttir, og jafnvel breyta óvænt um stefnu.“

Fylgist með upplýsingum um fræðslu og viðburði á Facebook og á heimasíðu safnsins, www.honnunarsafn.is















yfirlit