Hönnunarsafn Íslands er á Garðatorgi 1, Garðabæ. Opið alla daga frá 12-17.
Eitthvað fyrir Gluggagægi?
Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands verður opnað á hverjum degi í desember fram að jólum. Í anddyri safnsins breytum við glugga í jóladagatal og sýnum einn hlut úr safneigninni á dag. Enginn veit hvað mun birtast kl. 12:00 á hádegi hvern dag.
Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna verður jóladagatalið tileinkað konum í ár.
Þeir sem missa af því að skoða hlutinn í glugganum geta skoðað hann og upplýsingar um hann á heimasíðu safnsins eða á facebook. Þar munu þeir birtast einn og einn fram að jólum.
Ókeypis aðgangur 5. desember
Ljósin á jólatrénu í Garðabæ verða tendruð þann 5. desember og þá bjóðum við upp á ókeypis aðgang í Hönnunarsafn Íslands frá kl. 12-17. Verið velkomin á sýningarnar Geymilegir hlutir og Safnið á röngunni.
Hádegisleiðsagnir á föstudögum í desember kl. 12:15
Á föstudögum í desember kl. 12:15 verður boðið upp á leiðsagnir um sýninguna Geymilegir hlutir . Hver leiðsögn tekur um hálftíma. Safnið er opið þriðjud.—sunnud. frá 12.00—17.00
Safnbúðin Kraum er opin á opnunartíma safnins.