2.11.2015

Grandabræður sýna á Airwaves

 

Föstudaginn 4. nóvember kl. 16:00 opnar sýningin RWSRWS, Jaðarlistasýning, útgáfu- og frumsýningarpartý.


Á bak við viðburðinn standa Grandabræður, sem er hópur nýútskrifaðra hönnuða og myndlistarmanna frá Listaháskóla Íslands.

Viðburðurinn mun eiga sér stað í vinnurými Grandabræðra að Járnbraut 1, sem þeir hafa síðastliðinn mánuð unnið að því að breyta í sýningarsal.

Sýningin verður einungis opin í rúman sólahring en henni lýkur á miðnætti þann 5. nóvember, með „tónleikum og tilheyrandi“ - eins og stendur í kynningu.

Viðburður á facebook.






















yfirlit