27.8.2015

Weaving DNA í Þjóðminjasafninu



Laugardaginn 15. ágúst kl. 14:00 opnar sýningin Weaving DNA í Þjóðminjasafninu. Weaving DNA er samvinnuverkefni íslenska vöruhönnuðarins Hönnu Dísar Whitehead og skoska textílhönnuðarins Claire Anderson.

Í verkefninu er farið aftur í tímann og skoskt og íslenskt handverk rannsakað allt aftur til sameiginlegra víkingaforfeðra. Markmiðið var m.a að kanna hvaða þátt handverkið átti í að móta sjálfsmynd þjóðanna og bera saman hefðir þeirra á þessu sviði.

Í kynningu segir:

„Hönnuðirnir leitast við að veita íslenskum og skoskum textíl nýja merkingu með því að flétta saman aðferðum og þáttum úr handverki og þjóðarímynd. Úr verður heimur þar sem reynt er að skapa sameiginlega efnisímynd með nýjum aðferðum og efnum.

Úr þessari blöndu af sjónrænum menningararfi varpa hönnuðirnir fram hugmyndum að klæðum þar sem norræn og skosk textíl hefð rennur saman í einn “ættbálk”.“
 
Aðalstef sýningarinnar í Þjóðminjasafninu er þessi samruni sem kemur fram í norrænu-skosku klæðunum. Þau eru sýnd sem efni ásamt því að vera prentuð stafrænt á gagnsæj efni sem gefur gestum tækifæri á að máta þau við sig. Þar með eru gestir hvattir til að huga að sjálfsmynd sinni og möguleika hinna ýmsu menningarheima til að fléttast saman og þróast með nýjum hætti.

Hér má sjá viðburð á facebook.















yfirlit