Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur verður haldin dagana 14. til 18. maí n.k. Sem fyrr er gróskan og fjölbreytnin mikil og meðal þess sem hægt er að skoða á sýningunni í maí eru skartgripir, barnaföt, munir úr tré og horni og beini, leðurvörur, skór og fatnaður.
Á sýningunni í vor verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að sérstök kynning verður á handverki alla dagana. Tatiana Solovyeva kynnir vefnað á stólsetum á föstudag, Rita Freyja og Páll kynna vinnslu á hornum og beinum á laugardag, Anna Stefanía Magnúsdóttir og Freyja Kristjánsdóttir kynna knipl á sunnudag og Úlfar Sveinbjörnsson kynnir tálgun á fuglum úr tré á mánudag.
Þetta er í þrettánda sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð en sýningin var haldin í fyrsta sinn árið 2006. Það er óhætt að segja að sýningunni hafi verið vel tekið frá upphafi og hefur aðsóknin alltaf verið mjög mikil. Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun á einum stað. Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem kynna vörur sínar á sýningunni.
Hægt að skoða kynningu á öllum þátttakendum í maí á síðunni
www.handverkoghonnun.is/radhusid
Opnunartíminn:
fimmtudagur 14. maí kl. 16 - 19
föstudagur 15. maí kl. 10 - 18
laugardagur 16. maí kl. 10 - 18
sunnudagur 17. maí kl. 10 - 18
mánudagur 18. maí kl. 10 - 18
Allir velkomnir - aðgangur ókeypis