16.1.2015

Sýning | Borgarmynd opnar í SPARK



Borgarmynd opnar sýningu í SPARK, Föstudaginn 16. janúar kl.17.00. Borgarmynd hefur í fjögur ár gefið út afar fallegt og skemmtilegt handteiknað kort af Reykjavík.


Borgarmynd eru þeir Snorri Þór Tryggvason, Pétur Stefánsson og Snorri Eldjárn Snorrason, en þeir kynntust í Listaháskóla Íslands og byrjuðu að vinna saman að kortagerðinni þegar þeir voru enn í námi. Snorri Þór og Pétur stunduðu nám í arkitektúr en Snorri Eldjárn í grafískri hönnun. Þegar þeir útskrifuðust rétt eftir hrun var ástandið á vinnumarkaði afar bágborið og því fátt annað í stöðunni en að nota sköpunarkraftinn í sín eigin verkefni.

Stíllinn á kortinu nær að fanga andrúmsloft Reykjavíkur sem lítillar, vinalegrar, litríkrar og skemmtilegrar borgar.

Kortið er sett saman úr 146 vatnslituðum teikningum og á bak við verkið eru um 3000 vinnustundir. Upprunalegu teikningarnar voru gerðar á tímabilinu 2009 – 2011 og verða nú til sýnis og sölu í Sparki. Þetta er sannkölluð Reykjavíkurveisla.

Verkefnið hefur undið upp á sig og fyrirtækið Borgarmynd fæst nú við ýmis verkefni tengd kortagerð, grafískri hönnun, vefhönnun, vöruhönnun, kvikmyndagerð og forritun.

Spark er opið virka daga frá kl. 10.00 - 18.00 og á laugardögum frá kl. 12.00 - 16.00

www.sparkdesignspace.com

















yfirlit