31.10.2014

Sýning | Gamlar bækur öðlast nýtt líf með endurbókun



Laugardaginn 1. nóvember opnar sýningin Endurbókun í Gerðurbergi. Á sýningunni eru bókverk eftir sjö listakonur sem allar eru meðlimir í hópnum ARKIR. Bókverk er samheiti yfir myndverk sem tengjast á einhvern hátt bókinni sem formi og hugtaki.


Fjölbreytni bókverka er óendanleg enda hugmyndaflug listamannsins eina takmörkunin. Verkin á sýningunni eiga það öll sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum, sem lokið hafa hlutverki sínu en öðlast nýtt líf í listaverkum með endurbókun. Flestar bækurnar voru fengnar hjá Gerðubergssafni, en bókasöfn afskrifa árlega nokkurn fjölda bóka til frekari útlána. Þessar gömlu bækur, sem lokið hafa hlutverki sínu, hafa öðlast nýtt líf í einstæðum listaverkum.

Listahópurinn ARKIR samanstendur af listakonum sem hafa um margra ára skeið stundað bókverkagerð af ýmsum toga. Listakonurnar sinna öllu jafna fjölbreyttri listsköpun á sviði málara- og grafíklistar, textíllistar, ritlistar, myndlýsinga og hönnunar, en eiga það sameiginlegt að hrífast af bókverkum meðfram annarri listsköpun.

Sýnendur
Anna Snædís Sigmarsdóttir
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
Áslaug Jónsdóttir
Ingiríður Óðinsdóttir Svanborg Stefánsdóttir
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir

Smelltu hér til að lesa meira um ARKIR

Sýningin Endurbókun stendur til 11. janúar 2015.
Opið virka daga kl.8 - 18 og um helgar kl. 13:00 - 16:00.

Sýningarstjóri: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir















yfirlit