29.9.2014

Sýning | RUGS í Norræna húsinu

Textílverk og málverk graffarans Jonathan Josefsson prýða anddyri Norræna hússins í september. Jonathan varð fyrst þekktur í Gautaborg sem graffitilistamaðurinn Ollio í kringum árið 2000. Hann skar sig frá öðrum gröffurum vegna þess hvernig hann valdi verkum sínum stað, einnig var hann meðal fyrstu graffara sem opinberaði hver hann var.

Þegar Jonathan var við nám í Högskolan för Design och Konsthantverk uppgvötvaði hann að spreybrúsinn og teppavélin ættu ýmislegt sameiginlegt og í kjölfarið leyfði hann listrænni leikgleði sinni að fá útrás í teppagerð. Jonathan hefur tekið þátt í fjölda sýninga með textílverk sín og málverk á sama tíma sem hann heldur uppteknum hætti sem graffari.

Jonathan Josefsson, fæddur 1978, nam myndlist í Högskolan för Design och Konsthantverk í Gautaborg á árunum 2001-2007. Hann hefur haldið einkasýningar á listasafni Dalslands, Kungsbacka Konsthall menningarhúsi Luleå og í Galleri Magnus Winstrom í Gautaborg ásamt fjölda samsýninga meðal annars í Göteborgs Konsthall, Röhsska museet, Svenska institutet i Paris, Galerie Neurotitan i Berlin ogGalerie Richter & Masset i Munchen.


Heimasíða Norræna hússins















yfirlit