Sýningin fegursta orðið, sem sett var upp á HönnunarMars í Þjóðmenningarhúsinu verður sett upp í Smáralind í tengslum við Miðnæturopnun Smáralindar. Sýningin fer upp á fimmtudaginn 5. júní og verður uppi fram yfir helgi.
Verkin á sýningunni eru túlkun grafískra hönnuða af 30 fallegustu orðum íslenskrar tungu sem voru valin í víðmikilli leit af Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Hægt er að lesa um leitina að fegursta orðinu hér:
http://fegurstaordid.hi.is