10.7.2014

Leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti?



Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 13. júlí nk. Í tilefni dagsins verður ókeypis aðgangur í Hönnunarsafni Íslands og kl. 14 verður Ástríður Magnúsdóttir með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.
.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Ástríður, dóttir Vigdísar var sjö ára gömul þegar móðir hennar var kosin forseti þjóðarinnar. Það að kona væri kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum var tímamótaviðburður í heimssögunni. Ástríður mun ganga um sýninguna með það að leiðarljósi og rifja upp sögur og minningar sem tengjast fatnaði og fylgihlutum sem eru til sýnis frá ferli móður sinnar.

Sýningin stendur til 5. október 2014.

Minnum einnig á sýninguna Heimar, sem er yfirlitssýning á verkum Daggar Guðmundsdóttir sem stendur á safninu til 8. júní.

Hönnunarsafn Íslands
er opið frá 12- 17 alla daga, lokað á mánudögum.

Verið velkomin!















yfirlit