9.5.2014

Sýning | Harri Syrjänen



Harri Syrjänen frá Finnlandi heldur sýningu á skartgripum og töskum í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5. Harri er í flokki fremstu listamanna í heimalandi sínu og hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga. Sýningin stendur til 4. júní.


Fyrstu sýninguna hjá Listhúsinu hélt hann árið 1997 og verður þessi sýning hans sjötta hjá Ófeigi. Harri er í flokki fremstu listamanna í heimalandi sínu og hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal Listiðnaðarmaður ársins 1996, Gull heiðursmerki Kasi-ja samtaka mynd- og listiðnaðarmanna 1996 og Finnska Ljónsriddarakrossinn 2007, en hann var gerður að Heiðurslistamanni ríkisins árið 2011.

Fjörutíu ár eru liðin síðan Syrjänen opnaði vinnustofu og þrjátíu ár síðan hann opnaði gallerí í grennd við Finnska hönnunarsafnið. Innblástur sinn sækir Syrjänen til ýmissa kennda og tilfinninga og eru alls konar áhugaverð efni gjarnan upphafið á nýjum formum á skartgripum. Jafnvel ljóðlína eða bara eitt orð getur orðið kveikjan að nýrri hugmynd. Verk hans einkennast af vissum galsa og kímni og segist hann sækjast eftir jafnvægi og samhljómi á milli forms og efnis.

Sýningin opnar laurardaginn 10. maí milli kl. 15-17, og stendur til 4. júní.

Sýningin verður opin á verslunartíma.















yfirlit