2.5.2014

Sýning | Sól sítrónur og salt



Guðný Hafsteinsdóttir keramiker og hönnuður opnar sýningu hjá Fríðu gullsmið og skartgripahönnuði í Strandgötu 43 Hafnarfirði.

Guðný sýnir endurvinnsluverkefnið Rek sem er garðborð. Borðið var á sýningu í Hörpunni á Hönnunarmars. Borðið samanstendur af endurunnum krabbagildrum og 200 ára gömlum rauðvið frá Faxaflóahöfn. Einnig sýnir Guðný ýmis konar ílát úr postulíni.

Verið velkomin á opnun á laugardaginn 3. maí frá kl:14:00- 17:00 en verslunin er opin frá klukkan 11:00- 17:00.

Sýningin stendur til laugardagsins 30. maí.















yfirlit