19.3.2014

Nordic Fashion Biennale 2014



Viðburðurinn Nordic Fashion Biennale verður haldinn í Museum Angewandte Kunst í Frankfurt Þýskalandi dagana 21.mars - 22.júní 2014. Viðburðurinn samanstendur af ljósmyndum eftir ljósmyndarana Cooper og Gorfer, www.coopergorfer.com, ásamt innsetningum eftir hönnuði frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Norræna húsið í Reykjavík er framleiðandi Nordic Fashion Biennale.

Meginsýning NFB heitir The Weather Diaries og er afrakstur náins samstarfs milli sýningarstjóranna, Cooper&Gorfer, og þeirra hönnuði sem þær völdu til þáttöku. Auk hönnuðanna eru gestalistamenn frá öllum löndunum einnig með verk á sýningunni.

Sýningin verður svo sett upp haustið 2014 í Det Nationale Fotomuseum í Kaupmannahöfn.

Nordic Fashion Biennale er á formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Hönnuðir sem taka þátt:
STEiNUNN (IS)
Mundi Vondi (IS)
JÖR (IS)
Kría Jewelry (IS)
Gudrun&Gudrun (FO)
Barbara I Gongini (FO)

Listamenn sem taka þátt:
Rammatik (FO)
Jessie Kleemann (GRL)
Shoplifter (IS)
Nikolaj Kristensen (GRL)

Á opnunardegi sýningarinnar verður haldið málþing um hönnun, menningararf og sjálfbærni. Ráðstefnustjóri er Ragna Fróðadóttir. Lykilfyrirlesarar eru David Shah og Christine Boland.

Verkefnið er styrkt af Kultur Kontakt Nord, Nordisk Kulturfond, Menntamálaráðuneytinu, Norræna húsinu í Færeyjum, Sænska menningarsjóðnum og Norrænu skrifstofunni á Grænlandi.

Frekari upplýsingar má finna á www.nordicfashionbiennale.com og á Facebooksíðu Nordic Fashion Biennale.















yfirlit