14.2.2014

Sýning | Ull og Silfur



Bergrós Kjartansdóttir og Dýrfinna Torfadóttir opna sýningu á safnasvæðinu Görðum Akranesi laugardaginn 15. febrúar kl. 14. Þar sýnir Bergrós handprjónaðar flíkur sem hún hefur hannað og kynnir vef sinn tíbrá.is og Dýrfinna sýnir nýjustu skartgripalínuna sína. Sýningin stendur til og með 21. febrúar.

Bergrós Kjartansdóttir hefur verið aðalprjónahönnuður hjá Ístex síðastliðin ár. Hún er menntaður bókmenntafræðingur og er núna nemi í gull og silfursmíði og er á námssamningi hjá Dýrfinnu. Fyrir nokkru opnaði Bergrós sinn eiginn vef tíbrá.is þar sem hún selur munstur sem hún hefur hannað.

Dýrfinna Torfadóttir er gullsmiður á Akranesi og starfrækir vinnustofu sína þar. Hún hefur tekið þátt í mörgum sýningum í gegnum tíðina og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín hvort sem það eru skartgripir, skúlptúrar eða lágmyndir.

Til sýnis að Görðum verða munstur/flíkur eftir Bergrós og nýjasta skartgripalína Dýrfinnu.















yfirlit