20.1.2014

Norræn bókverk í Norræna húsinu



Hópur listamanna frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð sýnir bókverk í Norræna hússinu frá 25. janúar til 23. febrúar 2014.


Verkin eru unnin út frá hugleiðingum um heimili og heimkynni: um stað eða það tilvistarástand sem felst í hugtakinu HEIMA. Listamennirnir nálgast þema sýningarinnar á fjölbreyttan máta, bæði hvað varðar efni og innihald, en öll sækja verkin form sitt á einhvern hátt til bókarinnar.

Verk á sýningunni eiga:
Anna Lindgren, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Anne Bjørn, Arnannguaq Høegh, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Bente Elisabeth Endresen, Beinta av Reyni, Bodil Rosenberg, Bryndís Bragadóttir, Dorthe Bøtker, Erika Tysse, Giuli/Gulla R. Larsen, Gunilla Åsberg, Göta Friedeborg Svensson, Hanne Matthiesen, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Jessie Kleemann, Joe Ingvartsen, Jóhanna Margrét Tryggvadóttir, Juha Juro, Julia Pars, Lis Rejnert Jensen, Marianne Laimer, Pia Fonnesbech, Raija Jokinen, Rita Marhaug, Sigurborg Stefánsdóttir, Susanne Helweg, Svanborg Matthíasdóttir, Synnöve Dickhoff og Tina Gjerulff.

Sýningarstjórinn Hanne Matthiasen er hér á landi vegna sýningarinnar og er því til viðtals.















yfirlit