2.12.2013

Sýning | Kærleikskúlan 2003-2013 í Hafnarborg



Á aðventunni er sýning á Kærleikskúlum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðraf frá árunum 2003-2013 í glugga Hafnarborgar sem snýr að Strandgötu. Þar gefst tækifæri til að skoða allar gerðir Kærleikskúlunnar frá upphafi, auk þess sem sýndar eru handmálaðar frumgerðir, vinnuteikningar og fleira sem gefur innsýn í hugmyndavinnu listamannanna.

Styrktarfélagið hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar frá árinu 2003 en ár hvert fær kúlan nýtt útlit og er verkið í höndum fremstu listamanna þjóðarinnar. Þeir listamenn sem komið hafa að gerð kærleikskúlunnar eru Erró, Ólafur Elíasson, Rúrí, Gabríela Friðriksdóttir, Eggert Pétursson, Gjörningaklúbburinn, Hreinn Friðfinnsson, Katrín Sigurðardóttir, Yoko Ono og Hrafnhildur Arnardóttir en nú í ár er kúlan unnin af Ragnari Kjartanssyni. Sjá nánar um kærleikskúluna hér.

Sýningu á Kærleikskúlunni 2003-2013 verður hægt að skoða inn um glugga Hafnarborgar frá og með laugardeginum 30. nóvember.















yfirlit