4.12.2013

Jóladagatal Noræna hússins



Á hverju ári heldur Norræna húsið lifandi Jóladagatal. Á hverjum degi kl. 12.34 frá 1. desember - 23. desember, opnar Norræna húsið nýjan glugga á dagatalinu og gestir fá að njóta atriðis í sal Norræna hússins.

Við vitum hverjir eru með en ekki hvenær þeir/þær/þau stíga á stokk. Markmiðið með jóladagatalinu er að bjóða fólki upp á skemmtilega en jafnframt óvenjulega dagskrá í hádeginu á aðventunni. Fólk fær að kynnast fjölbreyttum listviðburðum sem fjalla ekki endilega um jólin. Jóladagatalið er fyrir alla og aðgangseyrir er enginn.

Listamaður er fenginn til að búa til jóladagatalið þar sem fram. Í ár var það Sara Riel sem hannaði jóladagatal Norræna hússins. Listakonan Sara Riel býr til dagatalið og tengt efni í ár. Dagatalið er lágstemmt og leggur áherslu á „ljósið“ sem jólahátíðin snýst um. Hvert atriði er því eins og kertlogi á aðventunni. Allir gestir Norræna hússins fá óáfengt jólaglögg og piparkökur til að gæða sér á áður en atriðið dagsins hefst.

Þáttakendur eru: Adda, Emiliana Torrini, Frímann Gunnarsson menningarviti, Spilmenn Ríkínis, Hugleikur Dagsson, Area of Stylez, Eplaskífur & Jóga, Kór eldriborgara Neskirkju, Tónlistarskólinn í Reykjavík, Klarínettukórinn, Jóhanna Guðrún, Kór heyrnalausra, Ólafur Stefánsson handboltakappi, Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari, Selló Stína, Kvartettinn Kvika, Spectrum, Jónína Leósdóttir rithöfundur, Kristín Eiríksdóttir ljóðskáld, Bellstop, Ósk-Hildur og Steinunn (Mýragull) og Rappstelpur.















yfirlit