6.11.2013

Handverk og Hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur




Fimmtudaginn 7. nóvember hefst sýningin Handverk og Hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er í tíunda sinn sem sýningin er haldin en núna er sýningunni í fyrsta sinn skipt í tvo hluta vegna fjölda umsækjanda. Sýnendur eru 90 og mun helmingur þeirra kynna vörur sínar frá 7. – 11. nóvember og hinn helmingurinn frá 13. – 17. nóvember.

 Að vanda er sýningin fjölbreytt og skemmtileg og meðal þess sem hægt er að kynna sér er fatnaður og fylgihlutir úr hreindýraleðri, púðar, buddur og töskur úr endurunnum efnum, íslenskir skór, glermunir, íslenskar sápur, íslenskt salt, handrennd tré m.a. úr íslensku birki og furu, íslenskar barnavörur og barnafatnaður, handgerðir skart- og listgripir úr náttúrulegu hráefni, ljósaseríur úr mjólkurfernum, púðar, fjölbreytt fatahönnun, framúrskarandi skartgripahönnun og mikið úrval af leirmunum auk þess sem í fluguhnýtari tekur þátt í sýningunni í fyrsta sinn. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Ráðhúsi Reykjavíkur þessa daga.

Á sýningunni verða einnig afhent Skúlaverðlaunin - verðlaun fyrir besta nýja hlutinn á sýningunni. Þessi verðlaun hafa verið afhent á sýningunni frá árinu 2008 og verða nú afhent í sjötta sinn. Hugmyndin er að hvetja þátttakendur til nýsköpunar og vöruþróunar. Verðlaunin verða afhent 7. nóvember á opnunardegi sýningarinnar.

OPNUNARTÍMI

Fimmtudagur 7. nóv.
kl. 16 – 19
Föstudagur 8. nóv.
kl. 10 – 18
Laugardagur 9. nóv.
kl. 10 – 18
Sunnudagur 10. nóv.
kl. 10 – 18
Mánudagur 11. nóv.
kl. 10 – 18
Miðvikudagur 13. nóv.
kl. 16 – 19
Fimmtudagur 14. nóv.
kl. 10 – 18
Föstudagur 15. nóv.
kl. 10 – 18
Laugardagur 16. nóv.
kl. 10 – 18
Sunnudagur 17. nóv.
kl. 10 – 18

Á heimasíðu Handverks og Hönnunar má skoða alla þátttakendur: www.handverkoghonnun.is/radhusid/thatttakendur

Mynd: Gler í Bergvík, en Sigrún Ólöf Einarsdóttir er á meðal þátttakenda í sýningunni að þessu sinni með Gler í Bergvík.















yfirlit