1.11.2013

Sýning | Glerlíffæri eftir Siggu Heimis



Sýning á glerlíffærum Siggu Heimis opaði í Designgarlleriet í Stokkhólmi í gær, 31. október og stendur til 15 nóvember. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á líffæragjöfum.

Sigga Heimis iðnhönnuður hefur búið til seríu af glerskúlptúrum innblásnum af líffærum mannsins. Glerlíffærin vann hún í samvinnu við MOG, Corning Museum of Glass en þau hafa unnið að verkefninu síðan árið 2007. Glerlíffæra serían inniheldur m.a. risa augasteina, hjarta, heila og blöðflögu.

Nánari upplýsingar og fleiri myndir af glerlíffærunum má finna á blogsíðu Hönnunarmiðstöðvar, hér.















yfirlit