11.10.2013

Sýning | Shop Show í Form design Center í Malmö




Shop Show
Samspilið á milli framleiðlsu og neyslu og þeirra sem borgar brúsann
Form/Design Center í Malmö
18.10.2013 – 26.01.2014


Sýningin Shop Show opnar í Form/Design Center í Malmö þann 18.október og stendur til 26. Janúar 2014. Á sýningunni er samspilið á milli framleiðslu og neyslu skoðað. Lífstíll okkar vesturlandabúa ætti ekki að þurfa að ganga á auðlindir jarðarinnar, leiða til loftslagsbreytinga og ýta undir misrétti og mismunun. Að þróa sjálfbærari lífstíl verður sí mikilvægara verkefni fyrir okkur jarðarbúa að takast á við.

Sýningin er unnin út frá bókinni „Köp dig fri! Om design, överlevnad och konsumtion“skrifuð af hönnunarblaðamönnunum Ingrid Sommars og Susanne Helgeson, útgefin af Bokförlaget Arena árið 2012.

Hönnuðir frá öllum Norðurlöndunum taka þátt í þessari sýningu. Íslensku hönnuðirnir Róshildur Jónsdóttir and Snæbjörn Stefánsson í Hugdettu og Brynhildur Pálsdóttir, Gudfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Sigþórsdóttir í Vík Prjónsdóttir taka þátt í sýnginunni.

Sýningin er styrkt af Umhverfissviði Malmö, Norræna menningarsjóðnum og Norrænu menningargáttinni.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Form/Design Center, hér.















yfirlit