7.10.2013

Sýning | Net á þurru landi

 

Samsýningin Net á þurru landi opnaði 5. október í Víkinni - Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8 og stendur til 27. október. Sýningarstjóri er Anna Leoniak arkitekt en HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir sýningunni. Verkin á sýningunni tengjast öll veiðarfærinu neti/ nót á einn eða annan hátt.


Óskað var eftir nýjum verkum fyrir sýninguna og sérstök áhersla var á að hvetja til endurnýtingar, endurvinnslu, endurgerðar, en það var þó ekki gert að skilyrði. Sýningarstjóri valdi verk úr innsendum tillögum til sýningar.

Sýnendur eru: ANNA MARÍA LIND GEIRSDÓTTIR ▪ BJARGEY INGÓLFSDÓTTIR ▪ ELÍN HARALDSDÓTTIR ▪ GLÓ-EY ▪ HALLA ÁSGEIRSDÓTTIR ▪ INGIBJÖRG HJÁLMARSDÓTTIR HOLM ▪ RAGNHEIÐUR INGUNN ÁGÚSTSDÓTTIR ▪ MÓT - BALDUR HELGI SNORRASON, GUÐRÚN HARÐARDÓTTIR OG KATLA MARÍUDÓTTIR ▪ GUÐNÝ HAFSTEINSDÓTTIR ▪ HELGA BJÖRG JÓNASARDÓTTIR ▪ KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR ▪ SHADOW CREATURES ▪ DLD - DAGNÝ BJARNADÓTTIR ▪ RAGNHEIÐUR ÖSP SIGURÐARDÓTTIR

Sýningin stendur til 27. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17.















yfirlit