6.9.2013

Dagskrá í tengslum við sýninguna Vísar - húsin í húsinu



Framundan er fjölbreytt dagskrá í tengslum við sýninguna Vísar – húsin í húsinu sem opnaði í Hafnarborg 30. ágúst s.l. og stendur til 27. október. Á sunnudaginn er boðið upp á ævintýraleiðangur fyrir börn um sýninguna, í fylgd Ilmar Stefánsdóttur myndlistarmanns. Leiðsagnir, samræður og sýningarstjóraspjall eru einnig á dagskrá í seinna í september og í október.

Á sýningunni eru ný verk eftir myndlistarmennina og arkitektana Elínu Hansdóttur (f.1980), Ilmi Stefánsdóttur (f. 1969), Marcos Zotes (f. 1977) og Theresu Himmer (f. 1976). Sýningarstjóri er Anna María Bogadóttir en hugmynd hennar að þessari sýningu var valin úr innsendum tillögum síðastliðið haust þegar kallað var eftir tillögum að haustsýningu 2013 í Hafnarborg.

Dagskrá:

Sunnudagur 8. september kl. 14 - Ævintýraleiðangur fyrir börn um sýninguna Vísar - húsin í húsinu.
Spennandi leiðangur fyrir börn um sýninguna Vísar - húsin í húsinu í fylgd með Ilmi Stefánsdóttur myndlistarmanni.

Sunnudagur 22. september kl. 15 - Listamannaspjall
Listamannaspjall með Elínu Hansdóttur og Theresu Himmer í tengslum við sýninguna Vísar - húsin í húsinu.

Sunnudagur 6. október kl. 15 - Sýningarstjóraspjall
Anna María Bogadóttir, sýningarstjóri haustsýningar Hafnarborgar Vísar - húsin í húsinu, ræðir við gesti um sýninguna.

Laugardagur 12. október kl. 14 - Vísir að safni

Samræður um arkitektúr og söfn í tengslum við sýninguna Vísar - húsin í húsinu.

Nánari upplýsingar á hafnarborg.is















yfirlit