17.7.2013

Sýning | MEMENTO MORI, NÁTTÚRUGRIPASAFN - Sara Riel



Listasafn Íslands opnaði nýverið sýningu á verkum Söru Riel en hún hefur meðal annars hlotið lof fyrir málaðar innsetningar í sýningarsölum, söfnum og á listahátíðum um allan heim.


Í kjölfar rannsóknar Söru á náttúrugripasöfnum, innanlands jafnt og utan s.l. 3 ár hefur Sara skapað sitt eigið náttúrugripasafn í formi sýningarinnar, Memento Mori – Náttúrugripasafn. Á sýningunni eru flokkunarkerfi náttúrugripasafna höfð að leiðarljósi, lyklum og konungsríkjum gerð skil með málverkum, teikningum, ljósmyndaverkum og skúlptúrum.

Með sýningunni lýkur Sara upp frumspekilegum heimi náttúrugripasafnsins. Hvernig horfir náttúrugripasafn við listinni? Hvaða tengsl eru á milli náttúruminjasafns og myndlistar?

Sýningin á verkum Söru mun standa fram til 28. ágúst á Listasafni Íslands.

Verk Söru sem eru oft á mörkum myndlistar og grafískrar hönnunar má einnig finna víðsvegar um Reykjavík. Nánar um þau má finna á heimasíðu hennar, hér.















yfirlit