15.7.2013

Opið fyrir innsendingar | Sýningin Net á þurru landi



HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir sýningunni Net á þurru landi í Sjóminjasafninu Grandagarði 5.–28. október 2013. Sýningarstjóri er Anna Leoniak arkitekt. Sýningin er öllum opin en valið verður úr innsendum verkum/tillögum á sýninguna. Verkin þurfa að vera nytjahlutur og tengjast veiðarfærinu neti.

Innsend verk /tillögur verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

1. Vera nytjahlutur

2. Verkin þurfa að tengjast veiðarfærinu neti/nót á einhvern hátt eins og nafn sýningarinnar ber með sér. Umsækjendur noti form, áferð og gerð netsins (snæri, flotkúlur, sökkur og ýmislegt fl.) sem innblástur að verkum sínum og/eða setji það í nýtt samhengi.

3. Verkin verða að vera ný/nýleg (2013) og ekki verið til sýnis og/eða sölu á opinberum vettvangi fyrir sýninguna.

Sérstök áhersla er á að hvetja þátttakendur til endurnýtingar, endurvinnslu, endurgerðar, það er þó ekki skilyrði. Sýningin er öllum opin en valið verður úr innsendum verkum/tillögum á sýninguna.

Áætlað er að skila verði fullunnum gripum í síðasta lagi 20. september á skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR, Aðalstræti 10, 101 Reykjavík.

Frekari upplýsingar fást á skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR, í síma 551 7595 og 899 7495.















yfirlit