Verk eftir Krístínu Rögnu Gunnarsdóttur, Hugleik Dagsson, Erlu Maríu Arnardóttir, Halldór Baldursson, Hildi Yeoman og Dóru Ísleifsdóttur eru á meðal verka á sýningunni What's Up North, í Form Design Center Malmö í Svíþjóð. Þar eru sýndar samtíma teikningar hönnuða frá Norðurlöndunum.
Á sýningunni eru verk eftir 24 „illustratora“ frá norðurlöndunum ásamt textum frá 9 hönnuðum og hugsuðum. Þar á meðal er texti eftir Dóru Ísleifsdóttur grafískan hönnuð og prófessor við Listaháskóla Íslands. Sýningin stendur til 8. september 2013. Form Design Center Malmö er rekið af Svensk form og þar er vettvangur fyrir miðlun og samtal um hönnun og arkitektúr.
What's Up North er hluti af Malmö Nordic 2013, samstarfverkefni um miðlun á samtíma listgreinum Norðurlandanna. Nánari upplýsingar má finna
hér.