12.7.2013

Sýning | Nordic Design Today í Felleshus

 

Sýningin Nordic Design Today hefur opnað í Felleshus, sendiráði Norðurlandanna í Berlín. Á sýningunni er að finna verk þeirra fimm hönnuðana sem undanfarin fimm ár hafa hlotið hin virtu Torsten og Wanja Söderberg verðlaun. Verðlaunin sem eru þau stærstu sinnar tegundar eru veitt framúrskarandi hönnuði frá Norðurlöndunum ár hvert.


Nordic Design Today kynnir úrval nýrrar norrænnar hönnunar á tímum sem einkennast af leit að nýjum einkennum og leiðum. Verðlaunahafar og sýnendur eru Front, Harri Koskinen, Henrik Vibskov, Sigurd Bronger, Sigurður Gústafsson og Steinunn Sigurðardóttir.

Sýningin í Berlín mun standa fram til 2. september 2013.

Þess má einnig geta að grafíski hönnuðurinn Hjalti Karlsson hlaut Torsten og Wanja Söderberg verðlunin 2013. Verðlaunin verða afhent í Gautaborg 4. nóvember næst komandi. Við það tilefni verður opnuð sýning á verkum Hjalta.

Nánar um sýninguna Nordic Design Today sem haldin var í Hönnunarsafni Íslands má finna hér.

Nánari umfjöllun um verðlaun Hjalta Karlssonar má einnig finna á síðu Hönnunarmiðstöðar hér.















yfirlit