23.5.2013

Or Type kynnt á nýrri leturráðstefnu í Þýskalandi



GUNMAD tekur þátt í Imprint, nýrri leturráðstefnu sem haldin verður í Mainz í Þýskalandi, n.k. laugardag, þann 8.júní. Ráðstefnan fjallar um nýjar leturgerðir og notkun þeirra en GUNMAD kynnir Or Type leturútgáfu sínu á netinu sem frumsýnd var á HönnunarMars 2013.


Ráðstefnan Imprint Fair verður haldin í fyrsta skiptið laugardaginn 8. Júní kl. 11-18 Gutenberg-Museum. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Platform for Type-Design“ en um 20 evrópskir hönnuðir kynna og sýna nýjútgefnar leturgerðir sínar.

GUNMAD kynnir á ráðstefnunni Or Type sem er leturútgáfa á netinu, sem selur letur sem hönnuð hafa verið af Guðmundi Inga Úlfarssyni og Mads Freund Brunse, en saman starfa þeir undir nafninu GUNMAD. Or Type var frumsýnd á HönnunarMars 2013 í Gallerý Þoku, í kjallara Hrím hönnunarhúss.

Áhugi á að rannsaka form bókstafa og hefðir innan leturgerðar og tungumála er drifkraftur í leturhönnun þeirra sem samanstendur einnig af líflegum tilraunum. Mads (DK) sem lærði í Ecal í Lausanne, Sviss býr nú og starfar í London en Guðmundur Ingi býr og starfar í Reykjavík, en hann nam grafíska hönnun í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam.

Nánari upplýsingar á heimasíðu ráðstefnunnar www.imprintimprint.de
Nánari upplýsingar um Or Type á www.ortype.is















yfirlit