Sýning á veggspjöldum Guðmunds Odds Magnússonar, prófessors í grafískri hönnun opnaði í nýju gallerí í Malmö á sunndaginn s.l. og stendur út júní. Sýningin er opnunarsýning gallerísins, sem nefnist Petra Lilja Design Gallery, en galleríið er inn í íbúð hennar sem er innréttuð í gömlu verskmiðjuhúsnæði sem áður var bílaverkstæði.
Í gallerýinu eru sýnd átta veggspjöld Godds sem eiga það sameiginlegt að vera gerð fyrir list-og menningarviðburði á Íslandi, á síðustu 16 árum.
Petra Lilja er hönnuður og stofnandi
Apokalyps Labotek, hönnunarstúdíós. Þess má geta að Petra Lilja sýndi á HönnunarMars s.l. í Grettisborg og jafnframt hefur hún haldið fyrirlestur í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, en það var árið 2010.
Petra Lilja Design Gallery er heimagallerí, þ.e. staðsett á heimili Petru Lilju þar sem einnig er aðsetur Apokalyps Labotek. Í uppgerðu verksmiðjuhúsnæði sem áður var bílaverkstæði, staðsettu í næsta hverfi við miðbæ Malmö, hefur hún því komið fyrir í senn heimili, vinnuastöðu og hönnunargallerýi. Gallerýið mun halda sýningar reglulega á verkum norræna hönnuða.
Petra Lilja Design Gallery er opið frá kl. 12-16.