21.5.2013

Fyrirlestur og sýning | Leirlist í Norræna húsinu


Janice Hunter leirlistakona frá Danmörku flytur fyrirlestur í Norræna húsinu, 30. maí kl. 17. Hún mun m.a. tala um hátíð sem hún tók þátt í nýverið í Kóreu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Sama dag kl. 18:00 verður samsýning leirlistakvenna frá Danmörku og Íslandi opnuð í andyri Norræna hússins.

Fyrir fjórum árum síðan eða árið 2008 buðu danskar leirlistakonur íslenskum kollegum þátttöku í sýningu sem haldin var í sýningarrými í „Böglum kloster.“ klaustri á Jótlandi. Fimm íslenskar leirlistakonur svöruðu kallinu og fóru til Danmerkur og settu upp sýningu með þeim. Þá stóðu þær fyrir dagsnámsskeiði (workshop) ásamt því að halda fyrirlestur um íslenska leirlist. Bæði námskeiðið og sýningin fékk góðar viðtökur og var hvorutveggja vel sótt.

Í kjölfarið var ákveðið að gjalda líku líkt og bjóða dönsku listakonunum að koma til Íslands og viðhalda þannig samstarfinu. Hingað koma listakonurnar og verða með námskeið að Korpúlfsstöðum 1. júní.

Sýningin mun einungis standa í vikutíma frá 30.maí – 6.júni















yfirlit