9.5.2013

Sýningin Slangur(-y) í Listasafni Árnesinga



Á sýningunni Slangur(-y) má sjá verk eftir Söru Riel sem vakið hefur eftirtekt sem listamaður ekki síst vegna strætislistaverka sem finna má víða í Reykjavík og öðrum borgum heimsins. Verkin sem bera yfirskriftina Slangur(-y) eru ljósmyndir af graffítí-verkum sem hún vann víða um land á árinu 2006 og hafa verkin aldrei verið sýnd saman áður.


Verkin sýna hvernig Sara hefur þróað graffití-menninguna á sinn hátt meðal annars með því að færa hana frá strætum borga og út um sveitir landsins. Á ferð sinni graffaði hún slanguryrði og gerði tilraunir með leturtýpur og liti en leitaðist einnig eftir því að ná fram þeirri tilfinningu sem inntak orðanna fól í sér sem stundum gat vísaði til mismunandi skilnings.

Verkið Lousy vísar þannig bæði til lélegs ástands hússins en einnig þeirrar tilfinningar sem niðurníðsla hússins vekur. Tvíbentur skilningur felst líka í því að þrátt fyrir að Sara hafi graffað á verðlausa hluti, sem jafnvel lýta umhverfið og náttúruna, þá eru það vekin sjálf sem álitin eru skemmdarverk. Í formi ljósmynda á sýningu í listasafni gefa verkin síðan tilefni til enn frekari umræðu um margslungin ferli listsköpunar.

Sýningin er stendur til 2. júní 2013.
Listasafn Árnesinga er opið alla daga frá kl. 12-18.















yfirlit