Sýningar á verkum nememenda í fullu námi opna laugardaginn 4. maí á þremur stöðum í borginni. Sýningarnar standa til 12. maí
Sjónlistadeild - fyrra ár (tveggja ára nám til stúdentsprófs): Gallerí Tukt, Pósthússtræti 3-5, opnun kl. 14:00
Á sýningunni eru tilraunir úr nýafstöðnum verkstæðisáfanga, unnar með ýmsum aðferðum og efnum; „grenn screen“, akrílmálningu, sandi gifsi og alginate.
Gallerí Tukt er opið virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 13-17. Sýningin stendur til laugardagsins 18. maí.
Lokaverkefni nemenda í Sjónlistadeild: Hringbraut 121, 2.3. og 5. hæð, opnun kl. 15:00
Á sýningunni eru margs konar verkefni sem taka mið af því hvert nemendur stefna í áframhaldandi nám; myndlist, hönnun eða arkitektúr.
Sýningin á Hringbraut er opin alla daga frá kl. 14-18 og stendur til sunnudagsins 12. maí.
Mótun - leir og tengd efni, Textíll og Teikning: Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu 15, opnun kl. 16:00
Á sýningunni er bæði verk nemenda á fyrra ári og lokaverkefni sem voru meðal annars unnin í samvinnu við finnska hönnunarfyrirtækið Tonfisk
Þjóðmenningarhúsið er opið alla daga frá kl. 11-17. Sýningin stendur til sunnudagsins 12. maí.