Sunnudaginn 14. apríl klukkan 14 mun Þóra Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi safneignar, vera með almenna leiðsögn um sýningarnar Nordic Design Today og Innlit í Glit í Hönnunarsafni Íslands.
Nordic Design Today kynnir úrval nýrrar norrænnar hönnunar á tímum sem einkennast af leit að nýjum einkennum og leiðum. Hönnuðirnir eru Front, Harri Koskinen, Henrik Vibskov, Sigurd Bronger, Sigurður Gústafsson og Steinunn Sigurdardóttir. Þau hafa öll hlotið Torsten og Wanja Söderberg verðlaunin, sem eru stærstu hönnunarverðlaun sinnar tegundar og veitt árlega norrænum hönnuði.
Innlit í Glit sýnir valda muni frá árunum 1958 til 1973 úr sögu Leirbrennslunnar Glits. Glit var um margt langt á undan sinni samtíð og markar djúp spor í íslenskri leirlistarsögu, á tíma þegar íslenskur listiðnaður var í frumbernsku. Margir af okkar þekktustu listamönnum á 20. öld unnu hjá Gliti. Breytingar á áherslum og vilji til að auka framleiðslugetu og tæknivæða hana leiddi til þess að fyrirtækið breytti um gír og iðnvæddist og tók framleiðslan nýja stefnu úr lista- og hönnunarsögu Íslands inn í sjálfa iðnaðarsögu Íslands.
Í lok leiðsagnarinnar er hægt að spreyta sig á sköpun leirfugla í verkstæðishorni Innlits í Glit.
Verið velkomin!
www.honnunarsafn.is
Hönnunarsafn Íslands
Garðatorgi 1
210 Garðabær
Sími: 512 1522
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.