26.3.2013

Silfur Íslands á Þjóðminjasafni Íslands



Afmælissýning Þjóðminjasafnsins sýnir íslenska silfursmíð allt frá síð-miðöldum fram á fyrri hluta 20. aldar. Gripirnir á sýningunni eru margir og mismunandi; búningasilfur, borðbúnaður, kaleikar og silfurskildir. Höfundur sýningarinnar er Steinunn Sigurðardóttir. Sýningin stendur út árið 2013.

Íslendingar hafa alla tíð fengist mikið við hvers konar hagleikssmíðar en á sýningunni sem sett er upp í tilefni 150 ára afmælis Þjóðminjasafnsins fáum við innsýn í silfursmíðar í landinu. Þrátt fyrir afar fábrotnar aðstæður tókst mönnum að skapa fjölbreytilega og fallega gripi úr silfri, sem margir hafa varðveist til okkar daga. Marga þeirra ber fyrir augu á sýningunni og smíðaaðferðir eru kynntar.

Þjóðminjasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17.















yfirlit