27.3.2013

Verkum landslagsarkitekta komið á kortið



www.XLAND.is er ný heimasíða þar sem verkum landslagsarkitekta á höfuðborgarsvæðinu er komið á kortið í bókstaflegum skilningi. Í tengslum við opnun heimasíðunnar var haldin gagnvirk sýning í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur á HönnunarMars. Á síðunni er hægt að vafra um vel hönnuð og lifandi borgarrými.

Sé smellt á verk opnast gátt margvíslegra upplýsinga um það með ljósmyndum, teikningum grafískum skissum og texta. www.XLAND.is er kærkomin viðbót í afþreyingarflóru höfuðborgarinnar þar sem hægt er að fletta upp almenningsrýmum í þínu nærumhverfi þar sem þú ert á ferðinni í gegnum tölvu, i-pad, síma o.s.frv.

XLAND er lifandi gátt sem býður þér, fjölskyldu þinni og vinum í ferðalag um vel hönnuð borgarrými. Félag íslenskra landslagsarkitekta stendur fyrir fyrstu gagnvirku sýningunni þar sem verkum landslagsarkitekta á höfuðborgarsvæðinu er safnað saman á einn stað. Á www.XLAND.is kemst þú í návígi við hönnuðina og hugsunina sem liggur að baki þínu nánasta umhverfi.















yfirlit