5.3.2013

Fatahönnuðir sýna tískuteikningar í Artíma Gallerí



Fatahönnunarfélag Íslands stendur fyrir samsýningu á tískuteikningum frá ellefu fatahönnunarfyrirtækjum. Verkin eru myndræn túlkun á nýjustu fatalínum fyrirtækjana í höndum ólíkra listamanna.

Með sýningunni RAMMGERÐ er leitast við að tefla saman margslungnum miðlum, listamönnum og sýna þannig fram á mismunandi leiðir fatahönnuða í ímyndasköpun sinni. Listrænn stjórnandi er Heiða Jónsdóttir og verkefnastjóri er Ragnheiður Axel.

Artíma Gallerí, Skúlagata 28
Sýningin opnar í Artíma Gallerí á Skúlagötu 28, miðvikudaginn 13. mars kl. 16:00.

Opnunartímar:
fim. 14.03. kl. 11:00-21:00
fös. 15.03. kl. 11:00-18:00
lau. 16.03. kl. 11:00-17:00
sun. 17.03. kl. 11:00-17:00

Tískuteikningarnar eru frá eftirfarandi fatahönnunarfyrirtækjum:
EYGLO, verk unnið af Emil Ásgrímssyni
Hildur Yeoman, með eigið verk í samstarfi við Sögu Sigurðardóttur
JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON, verk unnið af Guðmundi Jörundssyni í samstarfi við Sindra Má Sigfússon og Örvar Þóreyjarson Smárason Kron by KronKron, Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með eigið verk
MUNDI, Guðmundur Hallgrímsson með eigið verk
REY, verk unnið af Andreu Maack
Shadow Creatures, verk unnið af Eddu Guðmundsdóttur
Skaparinn, verk unnið af Bjargeyju Ólafsdóttur
STEiNUNN, verk unnið af Laufeyju Jónsdóttur
ZISKA, verk unnið af Hörpu Einarsdóttur og Ingu Maríu Brynjarsdóttur
ÝR, verk unnið af Sólveigu Pálsdóttur















yfirlit