4.12.2012

Skartgripasýningin MEIRA OG MINNA í Kraum



Skartgripasýningin MEIRA OG MINNA skartgripir er sýning Helgu Óskar Einarsdóttir gullsmiðs og skartgripahönnuðar. Á sýningunni eru andstæður aðal viðfangsefnið og kemur það fram í flestum þeim hlutum sem sýndir eru, eins og t,d fínleiki/grófleiki, beranlegt og ekki beranlegt. Þeir gripir sem sýndir eru, eru bæði ný hönnun sem ekki hefur áður verið sýnd og eldri munir.

Helga útskrifaðist sem gullsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík 1995 og sem skartgripahönnuður frá Institute for Ædelmetal í Kaupmannahöfn 2010. Árið 2005 fór hún að hanna og selja skartgripi undir merkinu Milla og eru þeir skartgripir seldir í Kraum Aðalstræti 10, Meba Kringlunni og Epal Leifsstöð.

Sýningin stendur frá 6. - 23. desember í Aðalstræti 10, opið alla daga vikunnar kl. 9 til 18.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Helgu Óskar: www.milla.is
















yfirlit