20.11.2012

Sýning | Svartir, stórir og grófir nytjahlutir úr leir



Sýning á verkum Sigrúnar Guðmundsdóttir, keramík hönnuðar er opin frá 26. nóv. - 31. jan. í gallerí STEiNUNN, Grandagarði 17.

Sigrún stundaði listdansnám við Listdansskóla Þjóðleikhússins og The Royal Ballet School í London og var dansari við Íslenska dansflokkinn og Oper Bonn, Þýskalandi.

Sigrún útskrifaðist með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands, með myndlist og textílmennt sem aðalgrein. Hún hefur kennt bæði ballett, lengst af við Listdansskóla Íslands, og myndlist í Kelduskóla. Sigrún lauk Diplóma í Mótun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík/Tækniskóla Íslands.

Hlutirnir sem Sigrún sýnir eru svartir, stórir og grófir nytjahlutir úr leir. Í grunninn er form hlutanna stílhreint og þekkt en vegna endurtekninga í vinnuferlinu og margföldunaráhrifa skapa þeir sér sérstöðu.

STEiNUNN
Grandagarður 17
101 Reykjavik
Iceland

tel. +354 588 6649
ss@steinunn.com
www.steinunn.com

Opið alla virka daga kl. 11-18















yfirlit