Þóra Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri safneignar, verður með leiðsögn sniðna að fjölskyldum
næstkomandi sunnudag, 25. nóv, kl. 14.00
í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í Garðabæ.
Gengið verður um sýninguna
GÍSLI B. – FIMM ÁRATUGIR Í GRAFÍSKRI HÖNNUN. Þóra mun skoða sérstaklega tákn og grunnform í hönnun Gísla B.Björnssonar en á sýningunni má sjá bókakápur, forsíður tímarita og þekkt merki fyrirtækja og félagasamtaka.
Að lokinni leiðsögn geta fjölskyldur tekið þátt í skemmtilegri listasmiðju og hannað sitt eigið merki.
Leiðsögnin tekur um 20 mín og listasmiðjan verður opin þar á eftir. Nánari upplýsingar um safnið er að finna á vefsíðu safnsins,
www.honnunarsafn.is og á
fésbókinni.
Verið velkomin!
Hönnunarsafn Íslands
Garðatorg 1
210 Garðabær
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12 - 17.