Íslensk – finnska skartgripasýningin Water and Earth eða Láð og lögur eins og hún heitir á íslensku í Hanaholmen, Helsinki hefur vakið mikla athygli fjölmiðla þar í landi. Sýningin er opin til 23. desember.
Íslendingar og Finnar eiga það sameiginlegt að vera góðum tengslum við náttúruna og er hún jafnan notuð til innblástur á sviði hönnunar og lista. Í sýningunni Láð og lögur hafa skartgripirnir sterka tilvísun til náttúrunnar eins og titill sýningarinnar gefur sannarlega til kynna. Á meðal óhefðbundis efnis sem er notað í skartgripinna mætti nefna kræklingaskeljar og lifandi mosa.
Sýningarstjóri er Päivi Ruutiainen. Íslensku þátttakendurnir á sýningunni eru Aurum, Orr, Helga Mogesson, Hildur Ýr Jónsdóttir and Hafsteinn Julíusson auk fimm finnskra skartgripahönnaða.
Sýningin er skipulögð af Hanaholmen Nordic cultural centre í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands, Íslensk – finnska menningarsjóðinn og íslenska sendiráðið í Finnlandi.
Water and Earth / Láð og lögur
Hanaholmen
Galleria Tove
01.11.– 23.12.2012
Opið: mán – sunn. kl. 10-20.
www.hanaholmen.fi
Á bloggsíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands, stærsta kynningarvettvettvangi íslenskrar hönnunnar og arkitektúrs út á við, hafa birst þónokkuð margir póstar um
sýninguna og hönnuðina sem taka þátt í henni;
Orr,
Hafsteinn Juliusson,
Hildur Yr Jónsdóttir og
Helga Mogensen.